simi

Articles

Print

Stólpi-Gámar ehf.

Á vegum Stólpa-Gáma er rekið járnsmíðaverkstæði og gámaleiga. Þá er fyrirtækið einnig með sölu á gámum til margvíslegra nota.

Járnsmíði

Frá árinu 1988 hafa gámaviðgerðir fyrir skipafélög skipað stóran sess í starfsemi Stólpa.

Megináhersla hefur verið lögð á hvers konar viðgerðir og endurbætur á stálgámum. Er þar mest um að ræða viðgerðir á þurrgámum, opnum gámum og gámafletum. Auk þess hefur Stólpi smíðað sérstakar vinnubúðir úr gámum, gáma til hestaflutninga og innréttað gáma til ýmissa annarra nota.

Til gámaviðgerða hefur Stólpi yfir að ráða rúmgóðu og hentugu húsnæði að Klettagörðum 5 í Reykjavík. Þar er gott útisvæði til athafna og allur tilheyrandi búnaður s.s. gámalyftarar og viðeigandi verkfæri.

Á járnsmíðaverkstæði Stólpa starfa faglærðir járniðnaðarmenn með mikla reynslu af gámaviðgerðum og viðhaldi. Við sjáum um viðgerðir á flestum vörugámum sem verða fyrir tjóni hjá skipafélögunum sem sigla til til Íslands.

Gámaleiga

Stólpi-Gámar býður ýmsar stærðir af gámum til leigu sem geta nýst sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur, búslóðir og margt fleira. Viðskiptavinum býðst að geyma gáminn gegn vægu gjaldi á lokuðu svæði fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík.

Gámasala og flutningur

Stólpi-Gámar býður til sölu flestar gerðir og stærðir notaðra gáma, s.s vörugáma, frystigáma, einangraða gáma, fleti og tank-gáma. Verðið fer eftir aldri og ástandi gámsins. Einnig getum við flutt gámana þangað sem menn óska fyrir sanngjarnt verð.

Gámahús – gistirými

Stólpi-Gámar hefur til sölu gámahús til ýmissa nota, t.d sem viðbótar gistirými fyrir ferðarþjóna, skrifstofur, viðbótarvinnuaðstöðu, kaffistofur og margt fleira. Einnig bjóðum við WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar. Hægt er að raða saman mörgum gámum sem tengdir eru saman og mynda þar með stærri rými. Einnig er hægt að stafla þeim upp og spara þar með pláss. Möguleikarnir eru nánast ótæmandi. Sýningarhús á staðnum.